• mið. 19. jún. 2024
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Dregið í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar

Dregið hefur verið í aðra umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Stjarnan, Valur og Breiðablik taka þátt í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar og Víkingur R. fellur niður í Sambandsdeildina takist því ekki að leggja Shamrock Rovers að velli.

Önnur umferðin fer fram dagana 25. julí og 1. ágúst.

Víkingur R. eða Shamrock Rovers mæta FK Borac Banja Luka frá Bosníu og Hersegóvínu eða KF Egnatia frá Albaníu.

Valur eða KF Vllaznia mæta St Mirren FC.

Breiðablik eða GFK Tikves mæta FC Drita frá Kosóvó.

Stjarnan eða Linfield FC mæta Bala Town FC frá Wales eða Paide Linnameeskand frá Eistlandi.