• þri. 18. jún. 2024
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Dregið í Evrópukeppnir félagsliða á þriðjudag

Á þriðjudag kemur í ljós hvaða liðum íslensk lið mæta í Evrópukeppnum félagsliða.

Dregið verður bæði í Meistaradeild Evrópu og Sambandsdeild Evrópu. Víkingur R. tekur þátt í Meistaradeild Evrópu á meðan Stjarnan, Valur og Breiðablik keppa í Sambandsdeild Evrópu.

Meistaradeildin

Dregið verður í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar kl. 12:00 og fara leikirnir fram 9/10 og 16/17. júlí. Dregið verður í aðra umferð forkeppninnar á miðvikudag.

Ljóst er hvaða liðum Víkingur R. getur mætt og má sjá þau hér að neðan:

-HJK Helsinki frá Finnlandi

-FC Flora Tallin frá Eistlandi

-KÍ Klaksvík frá Færeyjum

-Shamrock Rovers frá Írlandi

-FC RFS frá Lettlandi

Sambandsdeildin

Dregið verður í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar kl. 14:00 og fara leikirnir fram 11. og 18. júlí. Dregið verður í aðra umferð forkeppninnar á miðvikudag.

Ljóst er hvaða liðum íslensku liðin geta mætt og má sjá þau hér að neðan:

Breiðablik

-Floriana FC frá Möltu

-Shelbourne FC frá Írlandi

-Atlétic Club Escaldes frá Andorra

-GFK Tikves frá Norður Makedóníu

-Caernarforn Town FC frá Wales

Valur

-KuPS Kuopio frá Finnlandi

-B36 Tórshavn frá Færeyjum

-FCI Levadia Tallin frá Eistlandi

-Connah´s Quay Nomads FC frá Wales

-KF Vllaznia frá Albaníu

Stjarnan

-FK Zalgiris frá Litháen

-Linfield FC frá Norður Írlandi

-Paide Linnameeskond frá Eistlandi

-FK Liepaja frá Lettlandi

-Derry City FC frá Írlandi