• þri. 11. jún. 2024
  • Agamál

Leikmaður Víkings R. úrskurðaður í leikbann og félagið sektað

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ dag 11. júní voru tekin fyrir atvik úr skýrslu eftirlitsmanns KSÍ á leik Breiðabliks og Víkings R. í Bestu deild karla sem fram fór þann 30. maí sl.

Það er álit aga- og úrskurðarnefndar að framkoma áhorfenda Víkings R. sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns á leik liðsins við Breiðablik hafi verið vítaverð og hættuleg öðrum áhorfendum á leiknum. Með vísan til þessa ákvað aga- og úrskurðarnefnd að sekta knattspyrnudeild Víkings R. um kr. 50.000,-.

Einnig er það mat aga- og úrskurðarnefndar að framkoma leikmanns Víkings R., sem einnig er lýst er í fyrrnefndri skýrslu eftirlitsmanns, hafi verið alvarleg og óíþróttamannsleg. Ákvað nefndin því að úrskurða Danijel Dejan Djuric, leikmann Víkings R. í mfl. karla, í tveggja leikja bann í Íslandsmóti.

Úrskurðurinn