• mið. 05. jún. 2024
  • Fræðsla

16 þjálfarar útskrifast með KSÍ BU þjálfararéttindi

Mynd - Hluti KSÍ BU útskriftahópsins ásamt leiðbeinendum á námskeiðinu.

Fræðsludeild KSÍ útskrifaði 16 þjálfara með KSÍ BU þjálfararéttindi (KSÍ Barna- og Unglingaþjálfun/UEFA Youth B), þriðjudaginn 4. júní. Útskriftin fór fram fyrir leik A landsliðs kvenna, Ísland - Austurríki, en þjálfurunum var boðið á leikinn.


Þetta er fyrsti hópurinn til að sitja KSÍ BU námskeiðið, en viðfangsefni var þjálfun 11-14 ára leikmanna (5. flokkur og 4. flokkur). Á námskeiðinu var m.a. fjallað um áætlanagerð, líkamlega þjálfun, þjálfun úti á velli og einnig fengu þátttakendur fyrirlestra frá brasilíska félaginu Fluminense og danska félaginu Lyngby um hvernig þessi félög vinna með 11-14 ára leikmenn.

Eftirfarandi þátttakendur voru á námskeiðinu:

Caroline Van Slambrouck

Gísli Freyr Brynjarsson

Guðjón Gunnarsson

Guðni Snær Emilsson

Gunnar Fannberg Jónasson

Gylfi Tryggvason

Hörður Bjarnar Hallmarsson

Ingólfur Orri Gústafsson

Kjartan Stefánsson

Kristinn Sverrisson

Pétur Róbert Macilroy

Somchai Yuangthong

Steinar Logi Rúnarsson

Sævar Halldórsson

Trausti Rafn Björnsson

Þórarinn Böðvar Þórarinsson