• mið. 05. jún. 2024
  • Fræðsla

13 þjálfarar útskrifast með KSÍ A Þjálfararéttindi

Mynd - nýútskrifaðir KSÍ A þjálfarar ásamt leiðbeinendum á námskeiðinu.

Nýlega útskrifuðust 13 þjálfarar með KSÍ A þjálfararéttindi. Þjálfararnir fengu afhent diplómu fyrir A-landsleik kvenna, Ísland – Austurríki, sem fram fór 4. Júní.

Meðal þess sem gert var á námskeiðinu var leikgreining, tímabilaskipting og verklegt próf. Einnig var hópavinna þar sem þjálfararnir fylgdust með hver öðrum að störfum í þeirra umhverfi undir eftirliti leiðbeinanda frá KSÍ. Hluti af námskeiðinu fór fram í viku námsferð til Kaupmannahafnar.

Eftirtaldir þjálfarar útskrifuðust:

Aco Pandurevic

Brynjar Kristmundsson

Einar Magnús Gunnlaugsson

Eiríkur Raphael Elvy

Hallgrímur Heimisson

Haraldur Freyr Guðmundsson

Jamie Brassington

Óskar Elías Zoega Óskarsson

Óskar Smári Haraldsson

Ragnar Mar Sigrúnarson

Sigmann Þórðarson

Unnar Jóhannsson

Vignir Snær Stefánsson