Sjónlýsing í boði fyrir alla á Ísland - Austurríki
A landslið kvenna tekur á móti Austurríki í kvöld klukkan 19:30 á Laugardalsvelli.
Hægt verður að nýta sér þjónustu sjónlýsingar á leiknum. Eina sem áhorfendur þurfa að gera er að mæta með sín eigin heyrnatól og sækja appið Raydio - Audio Inclusion eða nálgast lýsinguna á heimasíðu KSÍ. Einnig getur knattspyrnuáhugafólk sem ekki kemst á völlinn nýtt sér þjónustuna.
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður, mun sjá um lýsinguna í kvöld.
KSÍ gerði nýlega samning við Mycrocast sem sérhæfir sig í sjónlýsingu á íþróttaviðburðum.