Sekt vegna opinberra ummæla og framkomu þjálfara
Aga- og úrskurðarnefnd ákvað á fundi sínum þann 28. maí að sekta Knattspyrnufélagið Árbæ, um 75.000 kr. vegna opinberra ummæla og framkomu þjálfara.
Um málsatvik segir að "... málið varði opinber ummæli og framkomu þjálfara mfl. karla hjá Árbæ, Baldvins Más Borgarssonar, sem eru að mati málskotsnefndar til þess fallin að skaða ímynd almennings á íslenskri knattspyrnu. Nánar tiltekið er það mat málskotsnefndarinnar að ummæli og framkoma Baldvins sé ósæmileg og með þeim sé álit almennings á íþróttinni, einkum á starfi dómara innan knattspyrnuhreyfingarinnar, vanvirt og rýrt. Þá er því lýst að Baldvin Már hafi einnig sett sig milliliðalaust í samband við dómara vegna leiks Árbæjar og Fram frá 25. apríl sem að mati nefndarinnar vegur að persónu viðkomandi dómara og eykur á alvarleika máls."