KSÍ C þjálfaranámskeið á ensku
Fyrr á þessu ári ákvað KSÍ að mæta þeirri auknu þörf að bjóða upp á þjálfaranámskeið á ensku fyrir þjálfara af erlendu bergi. Hér á landi er tiltölulega stór hópur þjálfara sem er ekki með íslensku að móðurmáli en hefur áhuga á að hefja þjálfaranám og taka næstu skref á sínum þjálfaraferli hér á landi. Námskeiðið var einnig opið Íslendingum sem höfðu áhuga.Fyrstu helgina í apríl var haldið fyrsta KSÍ C 1 þjálfaranámskeiðið á ensku. Á það námskeið mættu 13 aðilar, hvaðanæva að úr heiminum. Ekki var að sjá og heyra annað en að þátttakendur hafi haft gaman af og ánægja var með námskeiðið. KSÍ C 2 þjálfaranámskeið var svo haldið 19.-21. apríl þar sem 14 þátttakendur mættu til leiks. KSÍ C þjálfaragráðan samanstendur af KSÍ C 1 þjálfaranámskeiði, KSÍ C 2 þjálfaranámskeiði og verkefnavinnu. Þessir aðilar munu því, að öllum líkindum, útskrifast með KSÍ C / UEFA C þjálfaragráðu á næstu vikum.
Stefnt er að því að hafa aðra KSÍ C / UEFA C þjálfaragráðu á ensku á vorönn 2025 og vonandi verður þetta að árlegum viðburði.