UEFA býður upp á námið "Fight The Fix"
UEFA hefur opnað fyrir umsóknir í nám sitt "Fight The Fix", en þetta er í annað sinn sem boðið er upp á þetta tiltekna nám.
Námið er sniðið til að auka hæfni og sérþekkingu þeirra aðila sem sjáum að vinna gegn hagræðingu úrslita innan- sem utanlands.
Námið hefst í október og stendur yfir í sex mánuði og er skipt niður í reglulegar þriggja vikna blokkir.
Umsóknarfrestur í námið er til 1. júlí, en ef frekari spurningar vakna er hægt að senda tölvupóst til academy@uefa.ch.
Frekari upplýsingar um námið má finna á vef UEFA.