Lengjudeild kvenna hefst á sunnudag
Keppni í Lengjudeild kvenna hefst sunnudaginn 5. maí með tveimur leikjum.
Afturelding tekur á móti ÍBV kl. 14:00 og klukkan 15:30 tekur Selfoss á móti FHL. Á mánudag tekur ÍA á móti Grindavík og Fram tekur á móti ÍR. Umferðinni lýkur þriðjudaginn 7. maí þegar HK tekur á móti Gróttu.
Mynd: Helgi Halldórsson