Dregið í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag
Dregið verður í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í dag klukkan 12:00.
Önnur umferð bikarsins kláraðist á sunnudagskvöld með þremur leikjum.
Liðin 12 sem spila í Bestu-deildinni bætast í pottinn í 32-liða úrslitum. Leikirnir fara fram 24. og 25. apríl.
Skemmtikrafturinn Sóli Hólm og Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, munu sjá um dráttinn að þessu sinni.
Drátturinn verður í beinni útsendingu á KSÍ rás Sjónvarps Símans.
Eftirfarandi lið verða í pottinum:
Lið úr Bestu-deildinni:
Breiðablik
KR
Valur
ÍA
Fram
Víkingur R.
FH
Fylkir
KA
HK
Stjarnan
Vestri
Lið úr Lengju deildinni:
Keflavík
Grindavík
Dalvík/Reynir
Afturelding
ÍBV
Grótta
Þróttur
Fjölnir
ÍR
Þór
Lið úr 2. deild:
Selfoss
Haukar
Höttur/Huginn
Lið úr 3. deild:
ÍH
Árbær
Augnablik
Víðir
Lið úr 4. deild:
Tindastóll
KÁ
Lið úr 5. deild:
Hafnir