U21 karla mætir Tékklandi á þriðjudag
U21 karla mætir Tékklandi á þriðjudag í undankeppni EM 2025.
Leikurinn fer fram á Malsovicka Arena í Hradec Kralove og hefst hann kl. 16:30. Bein útsending verður frá leiknum á aðalrás Sjónvarps Símans, en einnig verður hægt að finna leikinn á síðu KSÍ þar.
Ísland er sem stendur í þriðja sæti riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki. Wales situr á toppi riðilsins með 11 stig, en hafa leikið sex leiki. Danmörk er í öðru sæti með átta stig eftir fjóra leiki. Tékkland er svo í fjórða sæti með tvö stig eftir þrjá leiki og Litháen er neðst án stiga eftir fjóra leiki.
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum þar sem Eggert Aron Guðmundsson getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Í hans stað kemur Bjarni Guðjón Brynjólfsson inn í hópinn.