Tap hjá U21 karla gegn Tékklandi
U21 karla tapaði 4-1 gegn Tékklandi í undankeppni EM 2025.
Tékkland var komið með tveggja marka forystu eftir 20 mínútna leik og bættu þeir svo seinni tveimur mörkum sínum við í seinni hálfleik. Kristall Máni Ingason skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Nær komst Ísland ekki.
Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki og er í 3. sæti riðilsins.
Næsti leikur Íslands er í september þegar Danmörk kemur í heimsókn en fjórir leikir eru eftir í riðlinum.