U16 kvenna vann 4-2 sigur gegn Norður-Írum
U16 kvenna vann 4-2 sigur á Norður-Írlandi eftir vítaspyrnukeppni í lokaleik sínum á UEFA Development Tournament mót á Norður-Írlandi.
Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1. Fanney Lísa Jóhannesdóttir skoraði mark Íslands. Eftir venjulegan leiktíma var farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Ninna Björk Þorsteinsdóttir markvörður Íslands hetja liðsins þar sem hún varði þrjár spyrnur. Mörk Íslands í vítakeppninni skoruðu Fanney Lísa Jóhannesdóttir, Lilja Þórdís Guðjónsdóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir.