Þrettán þátttökuleyfi gefin út
Fyrri fundur leyfisráðs KSÍ í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2024 fór fram á fimmtudag. Teknar voru fyrir leyfisumsóknir félaga í Bestu deildum karla og kvenna en einnig voru teknar fyrir leyfisumsóknir í Lengjudeild karla.
Alls voru 13 umsóknir um þátttökuleyfi samþykktar á fundinum. Afgreiðslu 21 leyfisumsóknar var frestað um eina viku. Ráðið kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku.
Leyfisumsóknir sem samþykktar voru á fundi leyfisráðs KSÍ 14. mars:
Besta deild karla:
Breiðablik
Fram
Stjarnan
ÍA
Valur
Víkingur
Besta deild kvenna:
Breiðablik
Stjarnan
Keflavík
Valur
Víkingur
Lengjudeild karla:
Keflavík
Leiknir