Fræðslukvöld KÞÍ
Frá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands (KÞÍ):
Föstudaginn 15.mars næstkomandi, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 18.30 heldur Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands fræðslukvöld um samninga, fjármál og stöðu knattspyrnuþjálfara á Íslandi.
Aðalfyrirlesari er Jónas Gestur Jónasson meiðeigandi hjá Deloitte á Íslandi, fyrrverandi formaður Víkings úr Ólafsvík. Jónas er einn af þeim sem þekkir fjármál, samninga og stöðu starfsmanna íþróttafélaga einna best hérlendis eftir áratugalöng störf sín í hreyfingunni.
Jónas mun m.a fara yfir stöðu þjálfara, verktakasamninga, launþegasamninga, skyldur og réttindi þjálfara.
Birgir Jónasson, lögmaður, lögreglustjóri og stjórnarmaður í KÞÍ mun svo fara yfir sviðið í þeim fjölda mála er KÞÍ berst vegna brota á samningum, samningsrofi og fleira. Birgir hefur hjálpað fjöldanum öllum af þjálfurum að sækja rétt sinn og veitt gríðarlega verðmæta aðstoð við félagsfólk KÞÍ.
Aðalfundur KÞÍ verður svo haldinn samhliða þessari dagskrá þar sem verður farið ör-snöggt yfir ársreikninga og skýrslu stjórnar.
Boðið verður uppá veitingar og er þátttaka gjaldfrjáls fyrir félagsfólk.
Athugið að framboð til stjórnar KÞÍ er einnig opið og öllum sem hafa hug á að bjóða fram krafta sína geta tilkynnt framboð til stjórnar á doddi_tjalfari@hotmail.com. Framboðsfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 14.mars.
Skráning fer alfarið fram á sportabler hvar KÞÍ er að flytja alla sína rafrænu starfsemi. Skráning lokar 15. mars.