Ísland hefur leik gegn Póllandi í undankeppni EM 2025
Mynd - Hulda Margrét Óladóttir
UEFA hefur tilkynnt leikjaniðurröðun fyrir undankeppni EM 2025 og er því ljóst hverjum Ísland mætir í fyrsta leik.
Ísland byrjar á heimaleik gegn Póllandi föstudaginn 5. apríl áður en liðið mætir Þýskalandi ytra þriðjudaginn 9. apríl.
Tvö efstu lið riðilsins fara beint í lokakeppni EM 2025, en liðin í þriðja og fjórða sæti fara í umspil gegn liðum í B og C deild. Umspilið verður leikið í október og nóvember. Frekari upplýsingar um undankeppnina má finna á vef UEFA.
Leikir Íslands í undankeppni EM 2025
Ísland - Pólland föstudaginn 5. apríl
Þýskaland - Ísland þriðjudaginn 9. apríl
Austurríki - Ísland föstudaginn 31. maí
Ísland - Austurríki þriðjudaginn 4. júní
Ísland - Þýskaland föstudaginn 12. júlí
Pólland - Ísland þriðjudaginn 16. júlí