U17 karla mætir Finnlandi á föstudag
U17 karla mætir Finnlandi á föstudag í seinni vináttuleik liðanna.
Leikurinn hefst kl. 11:00 og verður hann í beinni útsendingu á síðu KSÍ hjá Sjónvarpi Símans.
Ísland vann fyrri leik liðanna á miðvikudag 2-1, en þeir Róbert Elís Hlynsson og Gils Gíslason skoruðu mörk Íslands í þeim leik.