Helga og Ingi varaformenn
Eins og kunnugt er fór 78. ársþing KSÍ fram í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal um liðna helgi þar sem Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ og kosið var um fjögur sæti í stjórn.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar KSÍ í dag, miðvikudaginn 28. febrúar 2024 var samþykkt að skipa Helgu Helgadóttur fyrsta varaformann og Inga Sigurðsson annan varaformann.