Dramatík á Kópavogsvelli!
Ísland vann dramatískan 2-1 sigur gegn Serbíu í seinni leik liðanna í umspili Þjóðadeildar UEFA.
Serbía tók forystuna í leiknum strax á 6. mínútu leiksins þegar leikmaður liðsins komst inn í sendingu íslenska liðsins. Íslenska liðið fékk svo tvo færi með stuttu millibili, fyrsta Karólína Lea VIlhjálmsdóttir sem setti boltann yfir markið og svo Sveindís Jane Jónsdóttir en skot hennar fór í hliðarnetið. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér færi eftir það og staðan því 0-1 fyrir Serbíu í hálfleik.
Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af meiri krafti en þann fyrri, en átti í erfiðleikum með að skapa sér færi. Það var svo á 75. mínútu sem liðinu tókst að jafna leikinn eftir frábæra skyndisókn sem endaði á því að Sveindís Jane setti boltann yfir markvörð Serba.
Ísland sótti án afláts eftir markið og Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið á 86. mínútu leiksins og sæti Íslands í A deild undankeppni EM 2025 tryggt. Dregið verður á þriðjudaginn eftir viku í Nyon.