Sérstök hvatning til UMF Grindavíkur og Grindvíkinga
Sérstök hvatning var veitt UMF Grindavík og Grindvíkingum á 78. ársþingi KSÍ vegna þeirra áskorana sem Grindvíkingar hafa staðið frammi fyrir undanfarna sem og komandi mánuði.
Á því leikur enginn vafi að þær áskoranir sem íþróttastarfið í Grindavík stendur frammi fyrir þessi misserin virðast á köflum óyfirstíganlegar. Engu að síður standa forsvarsmenn UMFG keikir og úrræðagóðir og halda starfinu gangandi með ótrúlegri seiglu og ekki síður ómetanlegum stuðningi annarra íþróttafélaga. Knattspyrnuhreyfingin hefur lagt sitt af mörkum, stutt með ýmsum hætti við Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum, og mun gera það áfram eins lengi og þarf.
Áfram Grindavík, knattspyrnufjölskyldan hvetur ykkur til dáða og stendur með ykkur!