Víkingur R. hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ 2023
Víkingur Reykjavík hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ árið 2023.
Árangur Víkings í meistaraflokki kvenna á liðnu ári fór ekki fram hjá knattspyrnuáhugafólki. Liðið hafnaði í efsta sæti Lengjudeildarinnar og leikur í Bestu deildinni á komandi sumri. Auk þess fagnaði Víkingur fyrsta bikarmeistaratitli félagsins í kvennaflokki með sigri í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Að baki þessum hraða vexti og góða árangri liggur mikil vinna innan alls félagsins. Farið var í ítarlega greiningu og markmiðasetningu og fjölmargir sjálfboðaliðar komu að ýmsum verkefnum tengdum liðinu og leikjum þess með það fyrir augum að gera umgjörðina fyrsta flokks.
Á myndinni eru þau Berglind Bjarnadóttir og Sigurbjörn Björnsson frá Víking R. ásamt Ómari Smárasyni frá KSÍ