Fjallað um kynjahlutfall í ársskýrslu KSÍ
Í ársskýrslu KSÍ 2023 er að venju stiklað á stóru um árið sem leið og eins og síðustu ár er hún eingöngu gefin út á rafrænu formi. Á meðal umfjöllunarefnis skýrslunnar eru samfélagsmál og jafnrétti og í henni er m.a. að finna grein um kynjahlutfall.
Í greininni kemur fram að þegar kynjahlutfall er skoðað síðustu ár megi glögglega sjá mikla breytingu árið 2021 þegar kemur að fjölda kvenna í stjórn KSÍ. Konum hefur fjölgað ár frá ári í nefndum KSÍ frá árinu 2019, en hlutfallið lækkaði þó aðeins á árinu sem leið. Ef litið er til starfsfólks á skrifstofu KSÍ má sjá að hlutfall kvenna hækkar jafnt og þétt á sama árabili. Kynjaskipting fulltrúa félaganna á ársþingum KSÍ hefur breyst verulega frá árinu 2019, þegar aðeins 1% þingfulltrúa voru konur (9 af 147), og var hlutfallið komið í 28% á ársþinginu 2023.
Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða alla greinina og meðfylgjandi töflur með tölfræði.