Um 3 þúsund félagaskipti innan ársins
Það er jafnan nóg að gera yfir árið í skráningum félagaskipta og leikmannasamninga yfir árið á skrifstofu KSÍ, þó vissulega séu toppar á ákveðnum tímum, til dæmis við lok félagaskiptaglugga.
Félagaskipti:
Árið 2023 voru 2.836 félagaskipti afgreidd samanborið við 3.044 árið 2022. Að þessu sinni voru flest félagaskipti afgreidd í febrúar (705) og mars (427).
Leikmannasamningar (leikmannssamningar og sambandssamningar):
Í lok janúar 2024 voru skráðir samningar á milli leikmanna og aðildarfélaga hjá KSÍ 1.155 samanlagt. Þar af voru 1.046 leikmannssamningar (professional) og 109 sambandssamningar (amateur). Hlutfall skráðra leikmannssamninga hjá aðildarfélögum í Íslandsmótum karla er 722 á móti 324 hjá aðildarfélögum í Íslandsmótum kvenna. Hlutfall skráðra sambandssamninga hjá aðildarfélögum í Íslandsmótum karla er 37 á móti 72 hjá aðildarfélögum í Íslandsmótum kvenna.
Meira má lesa um samninga leikmanna, félagaskipti og mál sem var vísað til samninga- og félagaskiptanefndar í ársskýrslu nefndarinnar.