• fös. 16. feb. 2024
  • Ársþing
  • Mótamál

Málþing um varalið og lánareglur

Ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og verður að þessu sinni haldið í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík.

Málþing um fótbolta verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli föstudaginn 23. febrúar kl. 17:15-19:15.

Dagskrá:

  1. KSÍ kynnir tillögu starfshóps um varaliðskeppni kvenna sem liggur fyrir ársþingi
  2. ÍTF kynnir tillögu um lánareglur - móðurfélag og dótturfélag, sem liggur fyrir ársþingi og ræðir um norrænar leiðir
  3. Haukur Hinriksson lögfræðingur ræðir um regluverk og áskoranir
  4. Umræður og önnur mál

Skráning á málþingið 23. febrúar (bara fyrir þau sem ætla að mæta á staðinn)

Ársþingsvefur

Streymt verður frá málþinginu á KSÍ TV þannig að þau sem ekki komast á staðinn geti fylgst með.  KSÍ TV er í Sjónvarpi Símans og er aðgengilegt í gegnum netvafra, eða Sjónvarp Símans appið. Aðgangurinn er ókeypis, en skrá þarf símanúmer og nota rafræn skilríki, og búa þannig til aðgang.  Smellið á hlekkinn hér að neðan til að fara á KSÍ TV í sjónvarpi Símans í gegnum vafra:

KSÍ TV í Sjónvarpi Símans

Uppfært:  Vegna tæknilegra vandamála var settur upp youtube hlekkur á málþingið um varalið og lánsleikmenn.

 

Mynd:  Helgi Halldórsson