Námskeiðið Verndarar Barna á fimmtudag og föstudag
KSÍ og Barnaheill munu halda námskeiðið Verndarar Barna í höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudag og föstudag.
Námskeiðið er tveir tímar og mega aðildarfélög KSÍ senda eins marga fulltrúa og þeir vilja. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum í fótbolta eins og þjálfurum, starfsmönnum íþróttahúsa, húsvörðum, formönnum, framkvæmdastjórum, einstaklingum í barna- og unglingaráðum eða foreldraráðum, sjálfboðaliðum og fleirum.
Markmiðið með námskeiðinu er að þeir sem það sitja það, læri að að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og að bregðast við.
Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og hægt er að velja um tvær dagsetningar.
Fimmtudagurinn 15. febrúar klukkan 19:00-21:00
Föstudagurinn 16. febrúar klukkan 14:00-16:00
Námskeiðið veitir öllum þjálfurum, sem eru með KSÍ/UEFA þjálfaragráður, þrjú endurmenntunarstig.
Skráning fer fram á verndararbarna@barnaheill.is