Erlendir gestir á ársþingi KSÍ
Ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 24. febrúar næstkomandi. FIFA og UEFA hafa sent sína fulltrúa á þing aðildarsambanda sinna um árabil og svo er einnig nú.
Á komandi ársþingi KSÍ koma frá UEFA þau Jesper Möller Christiansen og Valentina Mercolli. Jesper situr í stjórn UEFA og er jafnframt formaður danska knattspyrnusambandsins (DBU). Valentina er einn af tengiliðum UEFA við KSÍ og starfar m.a. við styrkjakerfi UEFA (Senior HatTrick Programme Manager).
Frá FIFA koma þau Elkhan Mammadov (Regional Director Europe) og Marion Gavat (Member Associations), sem starfa bæði í þeim deildum FIFA sem sinna hvað mest beinum tengslum við knattspyrnusamböndin.
Allt um ársþing KSÍ