150 stelpur í Hæfileikamótun N1 og KSÍ
Tæplega 150 stelpur tóku þátt í fyrstu æfingum Hæfileikamótunar N1 og KSÍ sem fóru fram í desember og janúar. Æft var í sjö hópum: Á Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi, Garðabæ, Hafnarfirði og á tveimur stöðum í Reykjavík.
Magnús Örn Helgason umsjónarmaður Hæfileikamótunar stúlkna kvaðst ánægður með stelpurnar og hlakkar til að fylgjast með þeim áfram: „Það er alltaf jafn gaman að hitta öflugar fótboltastelpur frá ólíkum landshlutum. Ég vona að það hafi verið hvetjandi að mæta á æfingarnar og að stelpurnar hafi snúið aftur tvíefldar í sín félög og verið þar jákvæðar fyrirmyndir.“
Fleiri æfingar verða í marsmánuði en sjálft Hæfileikamótið verður í maí.
Norðurland
Reykjavík
Reykjavík
Hafnarfjörður
Austurland
Suðurland