Úrtaksæfingar U15 karla í febrúar
Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið 45 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið til úrtaksæfinga í febrúar. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ, og er hópurinn tvískiptur.
Fyrri hópurinn æfir dagana 7.-9. febrúar og seinni hópurinn 14.-16. febrúar.