Lengjubikarinn sýndur á Stöð 2 sport
KSÍ, Stöð 2 Sport og Lengjan hafa komist að samkomulagi um að valdir leikir A-deildar Lengjubikarkeppni karla og kvenna verði sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lengjubikarinn markar að mörgu leyti upphaf nýs keppnistímabils í íslenska fótboltanum og er stærsta mótið á undirbúningstímabilinu.
Lengjubikar karla hefst með leik Vals og Fylkis þann 4. febrúar en fyrsti leikur Lengjubikars kvenna verður viðureign Þróttar R. og FH þann 8. febrúar. Úrslitaleikir Lengjubikarsins fara fram í seinni hluta mars.
Mynd: Helgi Halldórsson.