Hæfileikamótun ungra dómara
Laugardaginn 13. janúar hófst hæfileikamótun dómara hjá KSÍ.
Valdir hafa verið 8 efnilegir dómarar á aldrinum 16-21árs. Hæfileikamótunin mun standa til 17.mars. Dómararnir sem valdir hafa verið fá bæði verklega og skriflega kennslu í dómgæslu.
Kennarar á námskeiðinu koma úr hópi FIFA dómara sem og efstu deildar dómara ásamt þrekþjálfara KSÍ dómara.
Tilgangurinn er að grípa unga efnilega dómara og fræða þá um allar hliðar dómarastarfsins og þannig að undirbúa þá sem best fyrir það sem koma skal.
Þátttakendur eru:
Arnór Bjarki Hjaltalín Þór Ak.
Ágúst Hjalti Tómasson Breiðablik
Baldur Björn Arnasson Fylkir
Daníel Örn Arnarsson KR
Heimir Árni Erlendsson Selfoss
Kristófer Bergmann HK
Kristinn Freyr Viktorsson FH
Tryggvi Elías Hermannsson FH