Skilafrestur tillagna fyrir ársþing KSÍ
Ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. KSÍ minnir á að tillögur þær er sambandsaðilar óska eftir að verði teknar fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 24. janúar næstkomandi.
Haukur Hinriksson lögfræðingur á skrifstofu KSÍ (haukur@ksi.is) tekur við tillögum og veitir aðstoð við uppsetningu þeirra sé þess óskað.
Í samræmi við grein 11 í lögum KSÍ munu tillögur, sem berast fyrir þingið, vera yfirfarnar af laga- og leikreglnanefnd KSÍ en nefndinni ber að kanna hvort tillögurnar samræmist lagaákvæðum og skuldbindingum KSÍ.