Boðið að senda fulltrúa á ársþing
78. ársþing KSÍ verður haldið í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík laugardaginn 24. febrúar 2024. Þingsetning verður kl. 11:00 og gert er ráð fyrir að þinginu ljúki um kl. 17:00 sama dag.
Í 10. grein laga KSÍ segir:
10.6 Á knattspyrnuþingi eiga auk kjörinna fulltrúa rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt:
a. Stjórnarmenn KSÍ.
b. Framkvæmdastjóri KSÍ.
c. Tveir fulltrúar Samtaka knattspyrnudómara.
d. Tveir fulltrúar Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.
e. Tveir fulltrúar Íslensks Toppfótbolta.
f. Tveir fulltrúar Leikmannasamtaka Íslands.
g. Tveir fulltrúar Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna
10.7 Jafnframt hafa rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi:
a. Heiðursformenn KSÍ.
b. Kjörnir fulltrúar landsfjórðunga.
c. Nefndarmenn fastanefnda KSÍ.
d. Dómarar í dómstólum KSÍ.
e. Endurskoðandi reikninga KSÍ og skoðunarmenn.
f. Forseti og framkvæmdastjóri ÍSÍ.
g. Einn fulltrúi stjórnar hvers héraðssambands þar sem knattspyrna er iðkuð.
h. Einn fulltrúi ráðuneytis íþróttamála.
Í samræmi við tilvitnaða grein í lögum KSÍ hefur þeim aðilum sem þar eru nefndir verið boðið að senda fulltrúa á þingið.