Uppeldisbótakerfi fyrir kvenkyns leikmenn
Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur ákveðið að setja á laggirnar uppeldisbótakerfi fyrir kvenkyns leikmenn vegna félagaskipta milli landa, líkt og verið hefur fyrir karlkyns leikmenn um nokkurt skeið.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu FIFA frá 17. desember síðastliðnum, en þar segir m.a. að markmiðið með þessu stóra og mikilvæga skrefi sé að styðja við atvinnumennsku og jafnvægi í samkeppni, og hvetja félög til að fjárfesta í þróun ungra leikmanna með sjálfbærni kvennaknattspyrnu í huga.
Ýmis aðildarsambönd FIFA hafa þrýst á þetta verkefni, þar á meðal knattspyrnusamböndin á Norðurlöndum. Innleiðing þessa kerfis mun þannig t.a.m. tryggja íslenskum félögum uppeldisbætur vegna leikmanna sem hafa félagaskipti til erlendra félaga.