Sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Elísabet Gunnarsdóttir knattspyrnuþjálfari er á meðal þeirra 14 einstaklinga sem Forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Elísabet hlýtur "riddarakross fyrir framlag til kvennaknattspyrnu og annarra íþrótta" að því er segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.
Nánar á vef Forsetaembættisins
Mynd: Forseti.is