Drög að niðurröðun leikja 2024
Drög að niðurröðun leikja í Bestu deildum karla og kvenna, Lengjudeildum karla og kvenna, Meistarakeppni karla og kvenna, og 2. og 3. deild karla hefur verið birt á vef KSÍ. Leikdagar í Mjólkurbikar karla, Mjólkurbikar kvenna og Fótbolti.net bikarnum hafa einnig verið birtir.
Rétt er að hafa í huga að um drög að niðurröðun er að ræða og viðbúið að verulegar breytingar verði gerðar á niðurröðun leikja áður en mótin verða staðfest.
Mót meistaraflokka 2024 á vef KSÍ
Mjólkurbikarinn
Gert er ráð fyrir að úrslitaleikir Mjólkurbikarsins verði í ágúst. Úrslitaleikur kvenna verði föstudaginn 16. ágúst og úrslitaleikur karla verði föstudaginn 23. ágúst (til vara 20. september). Keppni í Mjólkurbikar karla hefst í byrjun apríl og keppni í Mjólkurbikar kvenna hefst í seinni hluta apríl.
Besta deild karla
Besta deild karla hefst laugardaginn 6. apríl og lýkur laugardaginn 26. október. Opnunarleikur mótsins verður Víkingur R - Stjarnan.
Besta deild kvenna
Besta deild kvenna hefst sunnudaginn 21. apríl og lýkur laugardaginn 5. október. Opnunarleikur mótsins verður Valur - Þór/KA.
Lengjudeildirnar
Keppni í Lengjudeildunum hefst í byrjun maí. Lengjudeild kvenna lýkur laugardaginn 7. september. Lengjudeild karla lýkur laugardaginn 28. september með úrslitaleik á Laugardalsvelli um laust sæti í Bestu deild karla að ári.
2. og 3. deild karla
Keppni í 2. og 3. deild karla hefst 3. maí og lýkur 14. septmber.
Önnur mót meistaraflokka
Niðurröðun leikja í 2. deild kvenna, 4. deild karla og 5. deild karla er í vinnslu og verður birt fljótlega á nýju ári.
Mynd með grein: Helgi Halldórsson