Frábær sigur í Danmörku
A landslið kvenna vann frábæran 1-0 sigur gegn Danmörku í Þjóðadeild UEFA.
Leikurinn fór fram á Viborg Stadion í Viborg, Danmörku, en Danmörk átti ennþá möguleika á að enda í efsta sæti riðilsins með hagstæðum úrslitum í leik Wales og Þýskalands. Á sama tíma var öruggt að Ísland myndi enda í þriðja sæti.
Ísland lék frábærlega í leiknum, gaf fá færi á sér en var ógnandi framm á við. Fanney Inga Birkisdóttir lék sinn fyrsta A landsleik í marki Íslands og átti frábæran leik, greip vel inn í og varði nokkrum sinnum frábærlega.
Það var svo Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik og 1-0 sigur Íslands því staðreynd hér í Viborg. Frábær endir á árinu hjá íslenska liðinu, sem endar með níu stig í riðlinum.
Dregið verður í umspilið á mánudag, 11. desember, þar sem Ísland getur mætt Ungverjalandi, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu eða Króatíu. Leikið er heima og að heiman um sæti í A deild Þjóðadeildar UEFA.