U15 kvenna mætir Þýskalandi á fimmtudag
U15 kvenna mætir Þýskalandi á fimmtudag í síðasta leik sínum á UEFA Development Tournament.
Mótið er haldið í Portúgal, en Ísland hefur til þessa gert jafntefli við Spán og tapaði fyrir Portúgal. Þýskaland hefur hins vegar unnið báða sína leiki.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Youtube rás KSÍ.