Eins marks tap gegn Frakklandi hjá U19 karla
U19 landslið karla tapaði með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Frakklandi í undankeppni EM í dag. Það stefndi allt í markalaust jafntefli þegar franska liðið skoraði mark á 89. mínútu. Frakkar, sem leika á heimavelli, sóttu mun meira í leiknum, en okkar strákar vörðust vel lengst af.
Þessi úrslit þýða að Ísland er með 1 stig eftir tvo leiki en Frakkar eru með fullt hús. Danir eru með fjögur stig en Eistland án stiga. Lokaumferðin er leikin á þriðjudag og þá mætir Ísland liði Eistlands.