U21 karla - tap í Wales
U21 karla tapaði 0-1 gegn Wales þegar liðin mættust í undankeppni EM 2025.
Leikurinn fór fram á Rodney Parade í Newport og voru það heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 28. mínútu. Kristall Máni Ingason kom boltanum í netið nokkrum mínútum síðar, en markið var dæmt af. Staðan 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri, en Wales missti leikmann af velli með rautt spjald um miðjan seinni hálfleikinn. Íslenska liðinu tókst ekki að nýta sér það og svekkjandi 0-1 tap staðreynd.
Ísland mætir næst Tékklandi 26. mars.