KSÍ útskrifar þjálfara með KSÍ Pro þjálfaragráðu
KSÍ útskrifaði á dögunum þjálfara með KSÍ Pro/UEFA Pro þjálfararéttindi, en 13 þjálfarar sátu námskeiðið. Námskeiðið stóð yfir frá maí 2022 til nóvember 2023. Þetta er annar hópurinn sem útskrifast með KSÍ Pro þjálfaragráðu. Alls eru 60 þjálfarar á íslandi með KSÍ/UEFA Pro þjálfararéttindi. Fyrirhugað er að hefja þriðja KSÍ Pro námskeiðið í febrúar 2024 og umsóknarferli um sæti á námskeiðinu er hafið.
Hægt er að sjá lista hér að neðan yfir þá þjálfara sem sátu námskeiðið.
- Edda Garðarsdóttir
- Eiður Benedikt Eiríksson
- Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (ekki á mynd)
- Halldór Árnason
- Helgi Sigurðsson
- Jón Stefán Jónsson
- Jón Þórir Sveinsson
- Magnús Örn Helgason
- Margrét Magnúsdóttir
- Ólafur Ingi Skúlason
- Sigurður Heiðar Höskuldsson
- Úlfur Arnar Jökulsson
- Þorsteinn H Halldórsson