U21 karla mæta Wales á fimmtudag
U21 ára landslið karla er við æfingar í Cardiff í Wales en liðið mætir heimamönnum á fimmtudag.
Leikurinn er liður í undankeppni EM 2025 og fer hann fram á Rodney Parade í Newport og hefst kl. 18:00.
Þetta er þriðji leikur Íslands í riðlinum, en áður hefur liðið unnið 2-1 sigur gegn Tékklandi og 1-0 sigur gegn Litháen. Wales hefur leikið þrjá leiki, unnið Litháen en gert jafntefli við Danmörku og Tékkland.
Leikurinn á fimmtudag er annar leikur þjóðanna í þessum aldursflokki, en liðin mættust fyrst árið 2013 í vináttuleik. Sá leikur endaði með 3-0 sigri Wales.