Námskeið framundan hjá Barnaheillum
Samstarfsverkefni KSÍ og Barnaheilla er í fullum gangi og eru fyrirhugaðar fimm heimsóknir á landsbyggðina í nóvember.
Verkefnið hófst í fyrra og mun það vera í gangi fram á næsta sumar. Verkefnið felst í því að KSÍ og Barnaheill heimsækja íþróttafélög og bjóða upp á fræðsluverkefnið Verndarar barna félögunum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er fyrir þau sem vinna að einhverju leyti með börnum í íþróttum sem þjálfarar, húsverðir, starfsfólk á skrifstofu félaga, sjálfboðaliðar eða foreldra barna í íþróttum.
Ef þú hefur áhuga á að sitja námskeiðið hafðu þá samband við þitt félag og skráðu þig.
Námskeið í nóvember
Fram undan eru námskeið víða á landsbyggðinni. Á Sauðárkróki verður sameiginlegt námskeið USVH, USAH og UMSS þann 2. nóvember. Auk þess að fara á Sauðárkrók verður námskeið á Húsavík, í Hveragerði, á Egilsstöðum og á Höfn í Hornafirði. Fyrir nánari upplýsingar og skráningu skal hafa samband við sitt íþróttafélag.
Verndarar barna í nóvember:
- 2. nóvember Sauðárkróki
- 9. nóvember Húsavík
- 11. nóvember Hveragerði
- 28. nóvember Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði (á ensku)
- 29. nóvember Höfn í Hornafirði (á íslensku)
Til að bóka fræðslu í þitt félag skal senda tölvupóst á verndararbarna@barnaheill.is