• fös. 27. okt. 2023
  • Fræðsla

UEFA Pro námskeið 2024-2025

UEFA Pro þjálfaragráða er æðsta þjálfaragráða UEFA og er fyrir þjálfara sem starfa á hæsta stigi hvers lands við knattspyrnuþjálfun.

KSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þátttöku á 2024-2025 námskeiðinu. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2023 og námskeiðið hefst formlega í febrúar 2024. Samkvæmt reglum UEFA er lágmarks tímafjöldi UEFA Pro námskeiðs 360 stundir (til samanburðar þá er lágmarksfjöldi á UEFA A námskeiði 180 stundir).

Námið stendur yfir frá febrúar 2024 til október 2025.

Námskeiðsgjald er kr. 1.000.000kr.

Samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ þá þurfa aðalþjálfarar í efstu deild karla og kvenna að vera með UEFA Pro þjálfararéttindi frá og með keppnistímabilinu 2026.

Inntökureglur

Umsækjendur þurfa að hafa starfað að lágmarki í eitt ár, á því getustigi sem nefnd eru hér að neðan, frá því að þeir útskrifuðust með KSÍ/UEFA A þjálfararéttindi. Umsækjendur þurfa að hafa gild réttindi (ekki útrunnin)

-Aðalþjálfarar í Bestu deild karla og kvenna fá sjálfkrafa sæti á námskeiðinu
-Landsliðþjálfarar í fullri stöðu fá sjálfkrafa sæti á námskeiðinu
-Þjálfarar með að lágmarki eins árs reynslu sem;
    -Aðalþjálfari í Bestu deild karla/kvenna, 1. deild karla/kvenna, 2. deild karla
    -Aðstoðarþjálfari í Bestu deild karla/kvenna*
    -Aðalþjálfarar í landsliðum, íslenskum sem erlendum
    -Yfirþjálfari yngri flokka og um leið afreksþjálfari í 11 manna bolta
    -Yfirmaður Knattspyrnumála**

*Aðstoðarþjálfari telst vera þjálfari sem er viðstaddur allar æfingar og leiki, stýrir æfingum og er óumdeilanlega helsti aðstoðarmaður aðalþjálfarans.
**Starfar náið með aðalþjálfurum meistaraflokka félagsins.

Umsóknareyðublað er hér neðst í fréttinni. Athugið að allir umsækjendur þurfa að fylla út umsóknareyðublaðið, líka þeir sem fá sjálfkrafa pláss á námskeiðinu.

Þjálfarar sem ekki fá sjálfkrafa pláss á námskeiðinu eru metnir út frá stigalista. Stigalistinn metur reynslu í þjálfun, leikmannaferil, menntun og núverandi þjálfarastöðu.

Umsóknareyðublað