MESGO meistaranám í stjórnun
MESGO (Executive Master in Global Sport Governance) er meistaranám í stjórnun, sérhannað fyrir stjórnendur í íþróttahreyfingunni sem vilja ná sterkum tökum á því fjölbreytta umhverfi sem íþróttir eru á alþjóðlega sviðinu.
MESGO námið knýr þátttakendur til að:
- leggja áherslu á alþjóðlega vídd íþrótta
- sjá fyrir komandi áskoranir í starfsumhverfi
- hafa jákvæð áhrif á þróun íþróttastjórnunar
Fjölbreytileiki íþrótta leikur lykilhlutverk í náminu, ítarleg greining á lagalegum þáttum og stjórnmálum íþrótta og efnahagslegir þættir rýndir (lög og reglur í keppnisíþróttum, áhættustjórnun, regluverk og samskiptastjórnun). Áhersla á núverandi áskoranir og ekki síður áskoranir framtíðarinnar fyrir íþróttafélög og -sambönd (sérstaða íþrótta, jafnvægi í samkeppni, markaðslegir þættir, samfélagsmál, heilindamál og hagræðing úrslita, lyfjamál, stjórnun og stjórnskipulag, og fleira).
Námið nær yfir tvö ár og samanstendur af níu vikulöngum námslotum sem verða haldnar í borgum víðs vegar um heiminn, þar sem m.a. íþróttaleiðtogar og stjórnendur úr nokkrum að stærstu íþróttafélögum og -samtökum heims eru með kynningar.
Smellið hér að neðan til að skoða námið nánar, ýmsar upplýsingar, hagnýt atriði, kostnaður og fleira.
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2024.