Knattspyrnuþjálfararáðstefna KSÍ og KÞÍ 11. nóvember
KSÍ og KÞÍ standa fyrir veglegri knattspyrnuþjálfararáðstefnu laugardaginn 11. nóvember 2023. Ráðstefnan fer fram á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
Dagskrá ráðstefnunnar
09:00-12:15 Building your football philosophy – Hans Vander Elst og Kevin Nicholson, sérfræðingar frá belgíska fyrirtækinu Double Pass.
12:15-13:00 Hádegishlé – matur innifalinn i ráðstefnugjaldi.
13:00-14:00 Trends in Elite Football, greining á Meistaradeild Evrópu 2022/2023 – Mika Paatelainen, UEFA Technical Observer.
14:10-15:00 Sóknarleikur karlaliðs Víkings tímabilið 2023 – Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og Bikarmeistara Víkings.
15:30-16:15 Sóknarleikur karlaliðs Víkings tímabilið 2023, æfing á Þróttarvelli eða í knatthöll (nánar auglýst síðar).
Ráðstefnugjald er 8000kr. Meðlimir KÞÍ fá frítt á ráðstefnuna. Skráning á ráðstefnuna er hér .
Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi fá 10 endurmenntunarstig sitji þeir ráðstefnuna.
Double Pass er belgískt fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í ráðgjöf fyrir knattspyrnusambönd og býður einnig upp á námskeið af ýmsum toga tengda knattspyrnu. Má þar nefna námskeið fyrir yfirmenn knattspyrnumála og þjálfaranámskeið. Hans og Kevin eru báðir reyndir þjálfarar með UEFA Pro þjálfararéttindi.
Mika Paatelainen er með 20 ára reynslu sem atvinnumaður í knattspyrnu og spilaði yfir 70 landsleiki fyrir Finnland. Mika er með UEFA Pro þjálfararéttindi og hefur starfað sem aðalþjálfari hjá atvinnumannafélögum í þremur löndum. Hann hefur einnig starfað sem A-landsliðsþjálfari í þremur löndum.