Dramatískur sigur í Litháen
U21 lið karla vann dramatískan 0-1 sigur á Litháen í undankeppni EM 25
Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, skapaði sér mörg færi og voru þó nokkuð meira með boltann en heimamenn. Litháar áttu þó margar hættulegar skyndisóknir. Hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik og var því markalaust þegar liðin gengu inn í klefa.
Það dró heldur betur til tíðinda í seinni hálfleik, Davíð Snær Jóhannsson var skipt inn á á 65. mínútu og smellti boltanum svo snyrtilega í skeytin mínútu seinna. Íslendingar verða manni fleiri á 70. mínútu en aðeins fjórum mínútum síðar fékk markmaður Íslands rautt spjald og Litháar fá víti. Adam Ingi Benediktsson stillti sér upp í markinu, gerði sér lítið fyrir og varði vítið og tryggði þannig Íslandi sigurinn.
Eins og stendur situr íslenska liðið í efsta sæti riðilsins með sex stig og á einn leik til góða á hin lið riðilsins.