U17 karla - Ísland mætir Armeníu á þriðjudag
U17 karla mætir Armeníu á þriðjudag í síðasta leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM 2024.
Leikurinn hefst kl. 13:00 en leikið er á Írlandi.
Ísland er í þriðja sæti riðilsins með eitt stig á meðan Armenía er því fjórða, og neðsta, án stiga. Írland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig á meðan Sviss trónir á toppnum með sex. Ísland á því ennþá möguleika á öðru sæti riðilsins, en þau lið sem enda í tveimur efstu sætum riðlanna komast áfram í milliriðla ásamt þeim fimm liðum sem verða með bestan árangur í þriðja sæti.
Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á vef UEFA.