Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina á Ísland - Danmörk
Í samræmi við reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini eiga handhafar A og DE skírteina rétt á miðum á alla leiki í mótum á vegum KSÍ og landsleiki KSÍ innanlands.
Skírteinishafar sem vilja nýta sér þennan rétt og fá miða á leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeild UEFA geta nú óskað eftir að fá miða í gegnum skráningarform. Athugið að takmarkað magn miða er í boði á hvern leik. Skírteinishafar geta óskað eftir að fá tvo aðra miða við hliðina á frímiðanum og er þá greitt fyrir þá miða fullu verði. Hægt er að óska eftir miðum til klukkan 12:00 föstudaginn 27. október.
Hægt er að óska eftir miða hér.