KSÍ B Markmannsþjálfaragráða 2023-2024
KSÍ mun bjóða upp á KSÍ B Markmannsþjálfaragráðu veturinn 2023-2024. Námskeiðið hefst í nóvember og áætlað er að því ljúki í júní 2024.
Markmið námskeiðsins er að markmannsþjálfarar öðlist betri færni í að greina sinn markmann á æfingum og í leikjum og að setja upp æfingaáætlun með það að markmiði að bæta markmanninn í bæði tækniatriðum og leikfræði.
Inntökuskilyrði er að markmannsþjálfari hafi lokið bæði KSÍ C þjálfaragráðu (áður KSÍ I og KSÍ II) og Grunnnámskeiði KSÍ í markmannsþjálfun.
Samkvæmt Leyfiskerfi KSÍ þurfa allir markmannsþjálfarar félaga í tveimur efstu deildum karla og í efstu deild kvenna að hafa markmannsþjálfaragráðu.
Námskeiðið er um 80 kennslustundir, kostar 85.000 kr. og samanstendur af tveimur helgarnámskeiðum, verkefnavinnu og kynningu á lokaverkefni.
Fyrsta helgin verður 10.-11. nóvember (fös-lau), síðari helgin verður 27.-28. janúar (lau-sun) og áætlað er að kynning lokaverkefnis verði í júní 2024.
Hér að neðan má finna útskýringu á uppbyggingu námskeiðsins.
Uppbygging námskeiðisins
Umsækjendur þurfa að fylla út umsóknareyðublað sem finna má hér að neðan og senda á dagur@ksi.is í síðasta lagi þriðjudaginn 31. október 2023.
Umsóknareyðublað
Dagsetningar:
KSÍ B M 1, 10.-11. nóvember 2023
12. nóvember - 26. janúar, verkefnavinna hjá félagi
KSÍ B M 2, 27.-28. janúar 2024
Febrúar - Júní, verkefnavinna hjá félagi
Júní 2024, kynning á lokaverkefni og útskrift